Alhliða uppsetning leik og íþróttasvæða

Við sameinum áratuga reynslu í byggingariðnaði með nýjum lausnum á sviði leik og íþróttasvæða.  Við erum stoltir umboðsaðilar Proludic sem hefur yfir 35 ára reynslu af hönnun og framleiðslu leikvalla og hreyfisvæða sem stuðla að vellíðan hreyfingu og sköpunargleði.

Vörurnar frá Proludic sameina snjalla hönnun, gæði og sjálfbærni.  Vörurnar bera allar öryggisstaðlana EN 1176 & EN1177 fyrir leiksvæði og EN 16630 & EN15312 fyrir íþrótta og hrefysvæði.  Proludic bjóða umfangsmikla ábyrgð á sínum vörum.

Við sjáum um uppsetninguna í takti við strangar kröfur framleiðanda

Kastalar

Rólur

Klifurgrindur

Æfingatæki

Samsett svæði
Viðar leiktæki
Hefðbundin leiktæki
Æfingar tæki

Þekking, reynsla og gæði

Áratugalöng reynsla okkar af þróun og framkvæmd byggingaverkefna nýtist vel við hönnun og uppsetningu leik- og æfingasvæða frá Proludic. Við fylgjum ítarlegum leiðbeiningum framleiðanda og vinnum eftir viðurkenndum evrópskum stöðlum til að tryggja öryggi, endingu og notagildi.

Með þessu tryggjum við að sú mikla ábyrgð sem felst í vörum og lausnum Proludic sé virt í hvívetna – allt frá fyrstu hugmynd að fullbúnu svæði sem stenst strangar kröfur og væntingar notenda.

Tæki sem standast tímans tönn

Leiktækin frá Proludic eru hönnuð af fagfólki með áherslu á öryggi, endingu og leikgleði. Þau höfða til barna á öllum aldri og skapa fjölbreytt leikrými sem örva hreyfingu, félagsfærni og sköpun.

Með áratuga reynslu og sterkum gæðastöðlum býður Proludic upp á leiktæki sem þola íslenskar aðstæður og gleðja kynslóðir um ókomin ár. Ábyrgð Proludic er allt að 25 ár og tækin frá þeim hafa þegar sýnt að þau reynast vel á Íslandi.