Leiksvæði

sem stuðla að leik, þroska og vellíðan

Leiksvæði eru ekki einungis uppspretta gleði og skemmtunar – þau eru einnig mikilvæg fyrir þroska barna, bæði líkamlega, andlega og félagslega.

Proludic hefur í yfir 30 ár sérhæft sig í að skapa leiksvæði sem bjóða upp á meira en bara leik. Með fjölbreyttum, frumlegum og aðgengilegum lausnum bjóðum við lausnir sem höfða til allra aldurshópa – frá smábörnum til unglinga eru leiksvæðin frá Proludic svæði sem fólk vill heimsækja aftur og aftur.

Við aðstoðum við hönnum og setjum upp leiksvæði sem falla vel að umhverfinu og taka mið af aðstæðum, rými og veðurfari. Hvort sem um ræðir leikskóla, skóla, almenningsgarða, ferðamannastaði eða hótel, þá hefur Proludic lausnir sem mæta þörfum ólíkra notendahópa.

Fjölbreytt vöruúrval okkar – með yfir 1.200 leik- og útivistarlausnum, þar sem gæði og öryggi notenda eru í forgangi má finna hér neðar á síðunni.

Fjölbreytt leiksvæði

Kastalar og þrautabrautir í einingum með fjölbreyttum leikbúnaði, eins og göngubrúm, rennibrautum, rólum, klifurnetum og veggjum. Með þessu má útbúa skemmtilegar og öruggar þrautir fyrir börn á öllum aldri og með misjafna hreyfigetu. Hefðbundin svæði með kastala, rólu og rennibraut eru einnig í boði í fjölbreyttu úrvali, efnisvali og litum.

Skoðaðu sýnishorn af Proludic vörunum hér eða kíktu á allan vörulistann

Ítarlegur vörulisti

Á vefsvæði Proludic má finna ítarlegan vörulista.  Kynntu þér málið og vertu svo í sambandi við okkur til þess að klára pöntun og fá tilboð.  Þú getur líka heyrt í okkur og við aðstoðum þig við að finna lausn sem hentar þér.