Hreyfisvæði

með áherslu á skemmtun og ánægju óháð aldri og getu

Hreyfisvæði eru ekki eingöngu ætluð til útivistar – þau stuðla að bættri heilsu, félagslegum samskiptum og aukinni vellíðan fyrir fólk á öllum aldri.

Með fjölbreyttum og aðgengilegum æfingatækjum, sem henta jafnt byrjendum sem og lengra komnum, bjóðum við upp á svæði sem hvetja til hreyfingar, endurhæfingar og samveru. Við sérsníðum lausnir sem falla að nærumhverfinu og taka mið af þörfum notenda, rými og veðurfarslegum aðstæðum.

Við aðstoðum við hönnum og setjum upp leiksvæði sem falla vel að umhverfinu og taka mið af aðstæðum, rými og veðurfari. Hvort sem um ræðir leikskóla, skóla, almenningsgarða, ferðamannastaði eða hótel, þá hefur Proludic lausnir sem mæta þörfum ólíkra notendahópa.

Í vöruúrvali okkar má finna fjölmargar lausnir fyrir hreyfisvæði – hvort sem leitað er að æfingatækjum fyrir fullorðna, ungmenni eða eldri borgara. Gæði, öryggi og notendavæn hönnun eru alltaf í forgrunni.

Svæði sem hvetja til hreyfingar

Hreyfisvæði frá Proludic sameina fjölbreytt og vönduð æfingatæki sem henta fólki á öllum aldri og færnistigum.

Tækin stuðla að aukinni hreyfingu, styrk, jafnvægi og úthaldi – hvort sem markmiðið er dagleg útivist, líkamsrækt eða endurhæfing.

Skoðaðu sýnishorn af Proludic vörunum hér eða kíktu á allan vörulistann

Ítarlegur vörulisti

Á vefsvæði Proludic má finna ítarlegan vörulista.  Kynntu þér málið og vertu svo í sambandi við okkur til þess að klára pöntun og fá tilboð.  Þú getur líka heyrt í okkur og við aðstoðum þig við að finna lausn sem hentar þér.